Þar kom helvítis rigningin.

þrítugasti ágúst tvöþúsund og fjórtán.

Á hvað er ég að hlusta: Doctor who: The planet of the Ood



Mín skoðun er sú að ef þú týnist aldrei finnurðu aldrei nýja staði. í stuttu máli sagt er gott að vera villtur við og við.

Í dag var planið að hitta nokkra skólafélaga niðri í bæ á matarhátíð í boði "Namnam". Alvöru staður með frábært nafn. Svo ég og Finninn (Verður héðan í frá nafn herbergisfélaga míns sem er ung stúlka frá Finnlandi og sefur uppi í efri koju meðan ég sef í stóra rúminu í kassanum okkar) lögðum af stað í tvær strætó ferðir en loksins lendum við í Norreport.

 20140830_142826.jpg

 

 

 

 

 

Þar er allt sneisa-troðfullt af fólki á gangstéttum eins og þau séu að bíða eftir einhverju. Þá rennur upp fyrir mér að GAYPRIDE sé að byrja. Svo ég redda mér bol og armbandi og fána, fæ mér geðveika samloku með allskyns dóti sem ég fæ mér vanalega ekki (framför) og geng mót göngunni á enda og svo með til baka. Það er eitthvað töfralegt við gaypride gönguna. Allir fara í svo miklu betra skap.

20140830_143004_1244931.jpg

 

 

 

 

 

20140830_143929.jpg

 

 

 

 

 

20140830_145711.jpg

 

 

 

 

 

 

 20140830_152146.jpg

 

 

 

 

 

En svo hittum við skólafélagana okkar. Finna tvö, Belgann og Bólivíubúann. Við spjölluðum heilmikið saman og hentumst svo út í Lidl til að redda okkur bjór dósum á 80isk stykkið.. Gott að búa hér stundum... Belginn bauð okkur að kíkja í heimsókn til sín í hinum enda Kaupmannahafnar sem þýddi tvær meðallangar lestarferðir. Þá kom rigningin sem Danir voru að biðja um.

 

Guð hvað það getur rignt  hérna.

En við sátum saman í kósí íbúð þar til byrjaði að dimma, talandi um allt og ekkert. Deilandi sögum, bröndurum og visku.

Jafn löng ferð heim í myrkrinu með tveim lestum og tveim strætó. leiðin til baka fór í að kenna Finnanum nokkur orð og orðasamsetningar. Hún getur nú stolt sagt "þetta er hús" og "Ég er stelpa". ellin- vefjast um fyrir henni en þetta er æfing.

20140830_175431.jpg

 

 

 

 

 

í fyrramálið mun ég kaupa mér hjól. Það er frábær fjárfesting í þessum klikkaða heimi þar sem fólk tekur reiðhjól alvarlega. En á morgunn er búist við þrumuveðri.. Þetta verður eitthvað.

 

 20140830_224901.jpg

 

-Ármann Bernharð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband