Fyrsta vikan, LEGO og mexíkó

Ég hef komist að því að áfengi er ódýrara en vatn hérna og hef nýtt mér það vel. Bjór þvær hár samt ekki jafn vel.


Fyrsta vikan í skólanum er búin og ég finn til í flestum vöðvum en líður alveg feikilega vel.
Við stöndum á höndum hvors annars og gerum æfingar sem reyna á allan líkamann. Við erum einu sinni búin að kíkja á strikið þar sem við fengum okkur kaldan tedrykk frá Taíwan í boði Asíska nemans og kíktum í Lego búðina. Um leið og maður stígur þangað inn verður maður aftur níu ára.

 lego selfie

 

 

 

 

 

 

Ég stökk til Farum um daginn og fékk mér yndislega skó frá alun. Mjög þægilegir að vera í. heita Five Fingers. Á leiðinni til baka var mér boðið ferskt epli úr garði manns sem var að taka úr eplatrénu sínu. Hef aldrei smakkað jafn ferskt epli.

epli

 

 

 

 

 

Í gær kíkti ég á garðsölu í götunni. Þar fann ég gamla Ricoh 500G myndavél og eignaðist hana seinna um kvöldið. Ég hef þar með fundið mér eitthvað að dunda við hérna úti. Að gera við þessa myndavél og koma henni í gagnið. Ég kíkti til þeirra aftur í dag til að biðja um heimilisfang á myndavéla verkstæði og þau gáfu mér aðra gamla myndavél í kaupbæti fyrst ég sýndi þessu svo mikinn áhuga. Með föður sem minn er erfitt að sýna ekki myndavélum smá áhuga. Svo nú er ég með eina Ricoh 500G og eina Olympus OM-2 hérna á borðinu sem ég ætla að koma í gagnið og nota.

20140906_180219.jpg

 

 

 

 

 

 20140906_180235.jpg

 

 

 

 

 

En að öðru.
Í gær héldum við skólafélagar mexíkanskt matarboð þar sem við komum níu gestum fyrir í litla kassanum okkar. Flestir úr bekknum kíktu við og skemmtu sér vel. Sirka tvö kíló af guacamole og nýrnabaunastöppu voru melt og nóg af kornflögum.

snapchat-20140906071230.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband