Október lægð

níundi október tvö þúsund og fjórtán.

Í landi þar sem flæskesvær er á hverju strái hefur mér tekist að forðast það vel. Aðallega vegna þess að ég fékk ógeð á því fyrstu tvær vikurnar. Blöögghh aldrei aftur.

Eitt sem mig langar að taka fram sem ég held fram að séu bestu fréttir sem ég get fært af sjálfum mér. Eftir einn mánuð í skólanum er ég algjörlega laus við sársaukann í bakinu. Auðvitað er maður sár á stöðum en sársaukinn sem ég bjó við í sumar eftir slysið mitt er farinn. Algjörlega. 

Einn mánuður og ein vika búin í skólanum. Við förum að byrja í grímum bráðum. 

Ég reyndi að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera með skólanum svo ég eyddi nú ekki tímanum í að hanga í íbúðinni svo ég fór með nokkrum úr skólanum í áuheyrnarprufu fyrir Snædrottninguna sem verður sýnd í vetur af Copenhagen Theater Circle (CTC) og skemmti mér vel að dansa, syngja og lesa handrit. Til að skera á þessa löngu sögu þá er ég með eitt aðalhlutverkanna í Snædrottningunni í Kaupmannahöfn í Janúar.. Æfingar byrja næsta þriðjudag.

Kíkti líka á Uppistands hátíð og hitti þar Ara Eldjárn og spjallaði vel við hann. Við spjölluðum vel. 

Það er farið að kólna og þá gleðst ég. Get ekki beðið eftir fyrsta snjónum.
 
-Ármann B 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband