Þrjár vikur og Snædrottning

Að reyna að lifa lífi án átaka er kannski eitthvað sem fólk sækist eftir. Það sem það 

gleymir hinsvegar er að átök er það sem gerir leikhús, bókmenntir og bíómyndir 

áhugaverðar. Líf án átaka er leiðinlegt. 



Nítjándi september tvöþúsund og fjórtán.


Vika þrjú er búin. 

Mikið búið að gerast en samt lítið frá að segja. Sumir hlutir innihalda uppgötvun á 

sjálfum mér, og erfitt að útskýra eða tjá í orðum. 
Ein myndavélin sem ég eignaðist á dögunum er að mestu ónýt en hin, Ricoh vélin frá 

'72 er í fínasta lagi og ég á von á myndum frá þeirri myndavél í næstu viku. Ætla að 

æfa mig í mynda og finna sjónarhorn á myndavél sem er ekki einu sinni með auto-zoom.
 

Í landi þar sem "flæskesvær" er á öllum stráum, hef ég náð að halda mér furðu vel við 

gott mataræði. Aðeins stöku pizzur en nóg af ávöxtum. 
 
 
Trúðurinn Paolo Nani var með sýningu núna síðasta Fimmtudag og við kíktum nokkur á 

hann. Þar talaði hann um leiklistina og marga hluti sem við erum búin að velta fyrir 

okkur síðustu vikur. Hefði viljað fá að hitta hann og kíkja aðeins á heilann hans en 

maður fær víst ekki allt sem maður vill. 

Á morgunn ætla ég ásamt Finnunum tveim og Bolivíu búanum að kíkja í prufu fyrir 

söngleikinn "The Snow Queen" hjá the Copenhagen Circle og við ætlum að reyna að koma 

okkur í þennann Pantomime söngleik. Held það verði bara gaman.

Er ekki að nenna að setja myndir inn núna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband