í stuttu máli

'I like to think there always are ...possibilities.' - Leonard Nimoy (Spock=

Screenshot_2015-02-13-15-13-30
tuttugasti og sjöundi febrúar tvöþúsund og fimmtán.

Langt síðan síðast. Margt búið að gerast.

Góð jól, góð afslöppun. 
Svo var stokkið beint í grímu sýningu. Hún gekk vonum framar þar sem ímyndunarafl fékk að skína í gegn í öllum stykkjum sem sýnd voru.

1957778_10152969296355279_7293797084674929632_oSnædrottningin var sýnd sex sinnum og fór frábærlega vel fram. Svo vel að ég hélt sambandi við raddstjórnandann og hún er búin að starta kór sem ég er kominn í núna. Foreldrarnir voru virkilega ánægð með sýninguna þó svo að þau hafi ekki komist í þetta skiptið. Sem betur fer gátu þau séð myndband af sýningunni heima í stofu :D

Konan kom í miðjum febrúar til að eyða helginni með mér og fara á Slipknot tónleika. Tónleikarnir voru klikkuðustu tónleikar sem ég hef farið á. Fjöldinn, svitinn og stemmingin var viðbjóðslega yndisleg.

Í skólanum erum við byrjuð á "storytelling" sem ég veit ekki íslenska orðið við en ég kalla það sögusagnir.

Listin að segja sögur í gegnum hreyfingar, hljóðum og orðum er yndislegt námsefni. Sögurnar eru einungis heftar af ímyndunarafli þíns.
Við erum búin að stúdera "Pantomime Blanche" sem er frábær látbragðs leið til að segja sögu, og nú erum við komin á bólakaf í sögusagnir.

Áætluð sögu sýning er 10.apríl.


Virkilega Næs Nóvember

Það eSnapchat--4847626251099017897r fyndið hvernig grímur sem maður gerir endurspegla einhvern part af sjálfum sér. Fyrsta gríman sem
ég gerði af atvinnumennsku var svokölluð Contra-gríma fyrir sjálfan mig. Sýnir hvernig mér líður oft að
innan.

 

Virkilega Næs Nóvember


Nóvember byrjaði hægt en ég var orðin virkilega spenntur því kærastan ætlaði að kíkja til mín yfir eina
helgi, versla, túristastússast og kíkja svo á Opeth tónleika. Heimsóknin var mér mjög kær og ég var
algjörlega í skýjunum allan tímann. Gott að fá hana til mín þó stoppið væri stutt. Ég fer heim um jólin og
það styttist í það. Svo höfum við kærastan ákveðið að endurtaka leikinn í febrúar og halda upp á afmæli 
hennar með því að fara á Slipknot/Korn tónleika. Vart þarf að taka fram hversu mögnuð sú helgi verður.

Grímugerð er heilt production. Við byrjuðum aðra vikuna í Nóvember í fimm daga Grímu workshop þar sem við
lærum að gera professional grímur. Þetta tekur algerlega fimm daga en ef þú ert virkilega flótur og búinn
að gera þetta í fleiri ár, þá einungis fjóra..
Ég fer ekki ítarlegar í hvernig grímurnar eru gerðar. Það er bara eitthvað sem þið verðið að spyrja mig um
og vera tilbúin í heljarinnar samræður.

Síðustu vikur hafa verið mjög uppteknar bæði með söngleikinn sem ég er að stússast í og skólanum. EN ég
hlakka rosalega til að koma heim í tvær vikur og kúra með fjölskyldunni :D


Október lægð

níundi október tvö þúsund og fjórtán.

Í landi þar sem flæskesvær er á hverju strái hefur mér tekist að forðast það vel. Aðallega vegna þess að ég fékk ógeð á því fyrstu tvær vikurnar. Blöögghh aldrei aftur.

Eitt sem mig langar að taka fram sem ég held fram að séu bestu fréttir sem ég get fært af sjálfum mér. Eftir einn mánuð í skólanum er ég algjörlega laus við sársaukann í bakinu. Auðvitað er maður sár á stöðum en sársaukinn sem ég bjó við í sumar eftir slysið mitt er farinn. Algjörlega. 

Einn mánuður og ein vika búin í skólanum. Við förum að byrja í grímum bráðum. 

Ég reyndi að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera með skólanum svo ég eyddi nú ekki tímanum í að hanga í íbúðinni svo ég fór með nokkrum úr skólanum í áuheyrnarprufu fyrir Snædrottninguna sem verður sýnd í vetur af Copenhagen Theater Circle (CTC) og skemmti mér vel að dansa, syngja og lesa handrit. Til að skera á þessa löngu sögu þá er ég með eitt aðalhlutverkanna í Snædrottningunni í Kaupmannahöfn í Janúar.. Æfingar byrja næsta þriðjudag.

Kíkti líka á Uppistands hátíð og hitti þar Ara Eldjárn og spjallaði vel við hann. Við spjölluðum vel. 

Það er farið að kólna og þá gleðst ég. Get ekki beðið eftir fyrsta snjónum.
 
-Ármann B 

Þrjár vikur og Snædrottning

Að reyna að lifa lífi án átaka er kannski eitthvað sem fólk sækist eftir. Það sem það 

gleymir hinsvegar er að átök er það sem gerir leikhús, bókmenntir og bíómyndir 

áhugaverðar. Líf án átaka er leiðinlegt. 



Nítjándi september tvöþúsund og fjórtán.


Vika þrjú er búin. 

Mikið búið að gerast en samt lítið frá að segja. Sumir hlutir innihalda uppgötvun á 

sjálfum mér, og erfitt að útskýra eða tjá í orðum. 
Ein myndavélin sem ég eignaðist á dögunum er að mestu ónýt en hin, Ricoh vélin frá 

'72 er í fínasta lagi og ég á von á myndum frá þeirri myndavél í næstu viku. Ætla að 

æfa mig í mynda og finna sjónarhorn á myndavél sem er ekki einu sinni með auto-zoom.
 

Í landi þar sem "flæskesvær" er á öllum stráum, hef ég náð að halda mér furðu vel við 

gott mataræði. Aðeins stöku pizzur en nóg af ávöxtum. 
 
 
Trúðurinn Paolo Nani var með sýningu núna síðasta Fimmtudag og við kíktum nokkur á 

hann. Þar talaði hann um leiklistina og marga hluti sem við erum búin að velta fyrir 

okkur síðustu vikur. Hefði viljað fá að hitta hann og kíkja aðeins á heilann hans en 

maður fær víst ekki allt sem maður vill. 

Á morgunn ætla ég ásamt Finnunum tveim og Bolivíu búanum að kíkja í prufu fyrir 

söngleikinn "The Snow Queen" hjá the Copenhagen Circle og við ætlum að reyna að koma 

okkur í þennann Pantomime söngleik. Held það verði bara gaman.

Er ekki að nenna að setja myndir inn núna.

Fyrsta vikan, LEGO og mexíkó

Ég hef komist að því að áfengi er ódýrara en vatn hérna og hef nýtt mér það vel. Bjór þvær hár samt ekki jafn vel.


Fyrsta vikan í skólanum er búin og ég finn til í flestum vöðvum en líður alveg feikilega vel.
Við stöndum á höndum hvors annars og gerum æfingar sem reyna á allan líkamann. Við erum einu sinni búin að kíkja á strikið þar sem við fengum okkur kaldan tedrykk frá Taíwan í boði Asíska nemans og kíktum í Lego búðina. Um leið og maður stígur þangað inn verður maður aftur níu ára.

 lego selfie

 

 

 

 

 

 

Ég stökk til Farum um daginn og fékk mér yndislega skó frá alun. Mjög þægilegir að vera í. heita Five Fingers. Á leiðinni til baka var mér boðið ferskt epli úr garði manns sem var að taka úr eplatrénu sínu. Hef aldrei smakkað jafn ferskt epli.

epli

 

 

 

 

 

Í gær kíkti ég á garðsölu í götunni. Þar fann ég gamla Ricoh 500G myndavél og eignaðist hana seinna um kvöldið. Ég hef þar með fundið mér eitthvað að dunda við hérna úti. Að gera við þessa myndavél og koma henni í gagnið. Ég kíkti til þeirra aftur í dag til að biðja um heimilisfang á myndavéla verkstæði og þau gáfu mér aðra gamla myndavél í kaupbæti fyrst ég sýndi þessu svo mikinn áhuga. Með föður sem minn er erfitt að sýna ekki myndavélum smá áhuga. Svo nú er ég með eina Ricoh 500G og eina Olympus OM-2 hérna á borðinu sem ég ætla að koma í gagnið og nota.

20140906_180219.jpg

 

 

 

 

 

 20140906_180235.jpg

 

 

 

 

 

En að öðru.
Í gær héldum við skólafélagar mexíkanskt matarboð þar sem við komum níu gestum fyrir í litla kassanum okkar. Flestir úr bekknum kíktu við og skemmtu sér vel. Sirka tvö kíló af guacamole og nýrnabaunastöppu voru melt og nóg af kornflögum.

snapchat-20140906071230.jpg


Þar kom helvítis rigningin.

þrítugasti ágúst tvöþúsund og fjórtán.

Á hvað er ég að hlusta: Doctor who: The planet of the Ood



Mín skoðun er sú að ef þú týnist aldrei finnurðu aldrei nýja staði. í stuttu máli sagt er gott að vera villtur við og við.

Í dag var planið að hitta nokkra skólafélaga niðri í bæ á matarhátíð í boði "Namnam". Alvöru staður með frábært nafn. Svo ég og Finninn (Verður héðan í frá nafn herbergisfélaga míns sem er ung stúlka frá Finnlandi og sefur uppi í efri koju meðan ég sef í stóra rúminu í kassanum okkar) lögðum af stað í tvær strætó ferðir en loksins lendum við í Norreport.

 20140830_142826.jpg

 

 

 

 

 

Þar er allt sneisa-troðfullt af fólki á gangstéttum eins og þau séu að bíða eftir einhverju. Þá rennur upp fyrir mér að GAYPRIDE sé að byrja. Svo ég redda mér bol og armbandi og fána, fæ mér geðveika samloku með allskyns dóti sem ég fæ mér vanalega ekki (framför) og geng mót göngunni á enda og svo með til baka. Það er eitthvað töfralegt við gaypride gönguna. Allir fara í svo miklu betra skap.

20140830_143004_1244931.jpg

 

 

 

 

 

20140830_143929.jpg

 

 

 

 

 

20140830_145711.jpg

 

 

 

 

 

 

 20140830_152146.jpg

 

 

 

 

 

En svo hittum við skólafélagana okkar. Finna tvö, Belgann og Bólivíubúann. Við spjölluðum heilmikið saman og hentumst svo út í Lidl til að redda okkur bjór dósum á 80isk stykkið.. Gott að búa hér stundum... Belginn bauð okkur að kíkja í heimsókn til sín í hinum enda Kaupmannahafnar sem þýddi tvær meðallangar lestarferðir. Þá kom rigningin sem Danir voru að biðja um.

 

Guð hvað það getur rignt  hérna.

En við sátum saman í kósí íbúð þar til byrjaði að dimma, talandi um allt og ekkert. Deilandi sögum, bröndurum og visku.

Jafn löng ferð heim í myrkrinu með tveim lestum og tveim strætó. leiðin til baka fór í að kenna Finnanum nokkur orð og orðasamsetningar. Hún getur nú stolt sagt "þetta er hús" og "Ég er stelpa". ellin- vefjast um fyrir henni en þetta er æfing.

20140830_175431.jpg

 

 

 

 

 

í fyrramálið mun ég kaupa mér hjól. Það er frábær fjárfesting í þessum klikkaða heimi þar sem fólk tekur reiðhjól alvarlega. En á morgunn er búist við þrumuveðri.. Þetta verður eitthvað.

 

 20140830_224901.jpg

 

-Ármann Bernharð


Byrjun

Tuttugasti og áttundi ágúst tvöþúsund og fjórtán.

Á hvað er ég að hlusta?: Tikkið í lyklaborðinu sem Sara hamast á ,meðan við spjöllum saman á feisbúkk vídjó tjatt.

---

Einhvern tímann átti ég blogg. Nýkominn með náttúru og vildi að fólk tæki eftir mér. Nú skrifa ég fyrir sjálfan mig.. Og þar sem ég á fleiri vini í dag en þegar ég var 15 ára býst ég við því að fleira fólk lesi það. Oft á ég hugsanir sem mig langar að festa á blað en mér leiðist að skrifa með penna svo ég kaus að opna blog.is síðu meðan ég bý, læri og lifi hér í Kaupmannahöfn.
20140828_115632.jpg

 

 

 

 

 

 

Klukkan er átta. Ég rís úr rekkju og fæ mér ávaxta múslí því ég þarf að koma miklu í gegn í dag.
Ég kem út á stoppistöð og þar er strætó nýfarinn.. Ég tvinni saman nok

krum blótsyrðum og ákveð "Hey fokkit. Tími til að hlaupa." Ég hafði skoðað kortið og sá að það var ekkert langt í stöðina þar sem ég þurfti að skipta hvort eð er. En Kaupmannahöfn er stærri en mann grunar.. Eftir um það bil kílómetra af hlaupum stoppaði ég, nær dauða en lífi. Eftir ákveðin meiðsli á Hún

avöllum í sumar hef ég ekki hlaupið meira en nokkra tugi metra. 

 

 

Með astmakast í uppsiglingu, þó ég sé ekki með astma, geng ég til gamallar konu með hundinn sinn í göngutúr og spyr hana á bjagaðri dönsku hvort ég sé farinn að nálgast áfangastað. Hún babblar í hálfa mínútu á dönsku svo ég sóna út í smá stund en stóru skilaboðin eru "nei"..
20140828_091144.jpg

 

 

 

 

 Ég held andlitinu og held áfram að hlaupa.
Eftir einn kílómetra í viðbót næ ég öðrum strætó sem endar á áfangastað. Glaður, þrútinn og rauðursest ég niður.

 

 

 

Yfir daginn fór ég á svo marga staði 20140828_143342.jpgað ég nenni ómögulega að setja þá hérna inn. En góðu fréttirnar eru að ég fékk danska kennitölu og bankareikning í dag.

-Ármann Bernharð


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband