í stuttu máli

'I like to think there always are ...possibilities.' - Leonard Nimoy (Spock=

Screenshot_2015-02-13-15-13-30
tuttugasti og sjöundi febrúar tvöþúsund og fimmtán.

Langt síðan síðast. Margt búið að gerast.

Góð jól, góð afslöppun. 
Svo var stokkið beint í grímu sýningu. Hún gekk vonum framar þar sem ímyndunarafl fékk að skína í gegn í öllum stykkjum sem sýnd voru.

1957778_10152969296355279_7293797084674929632_oSnædrottningin var sýnd sex sinnum og fór frábærlega vel fram. Svo vel að ég hélt sambandi við raddstjórnandann og hún er búin að starta kór sem ég er kominn í núna. Foreldrarnir voru virkilega ánægð með sýninguna þó svo að þau hafi ekki komist í þetta skiptið. Sem betur fer gátu þau séð myndband af sýningunni heima í stofu :D

Konan kom í miðjum febrúar til að eyða helginni með mér og fara á Slipknot tónleika. Tónleikarnir voru klikkuðustu tónleikar sem ég hef farið á. Fjöldinn, svitinn og stemmingin var viðbjóðslega yndisleg.

Í skólanum erum við byrjuð á "storytelling" sem ég veit ekki íslenska orðið við en ég kalla það sögusagnir.

Listin að segja sögur í gegnum hreyfingar, hljóðum og orðum er yndislegt námsefni. Sögurnar eru einungis heftar af ímyndunarafli þíns.
Við erum búin að stúdera "Pantomime Blanche" sem er frábær látbragðs leið til að segja sögu, og nú erum við komin á bólakaf í sögusagnir.

Áætluð sögu sýning er 10.apríl.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband