Byrjun

Tuttugasti og áttundi ágúst tvöþúsund og fjórtán.

Á hvað er ég að hlusta?: Tikkið í lyklaborðinu sem Sara hamast á ,meðan við spjöllum saman á feisbúkk vídjó tjatt.

---

Einhvern tímann átti ég blogg. Nýkominn með náttúru og vildi að fólk tæki eftir mér. Nú skrifa ég fyrir sjálfan mig.. Og þar sem ég á fleiri vini í dag en þegar ég var 15 ára býst ég við því að fleira fólk lesi það. Oft á ég hugsanir sem mig langar að festa á blað en mér leiðist að skrifa með penna svo ég kaus að opna blog.is síðu meðan ég bý, læri og lifi hér í Kaupmannahöfn.
20140828_115632.jpg

 

 

 

 

 

 

Klukkan er átta. Ég rís úr rekkju og fæ mér ávaxta múslí því ég þarf að koma miklu í gegn í dag.
Ég kem út á stoppistöð og þar er strætó nýfarinn.. Ég tvinni saman nok

krum blótsyrðum og ákveð "Hey fokkit. Tími til að hlaupa." Ég hafði skoðað kortið og sá að það var ekkert langt í stöðina þar sem ég þurfti að skipta hvort eð er. En Kaupmannahöfn er stærri en mann grunar.. Eftir um það bil kílómetra af hlaupum stoppaði ég, nær dauða en lífi. Eftir ákveðin meiðsli á Hún

avöllum í sumar hef ég ekki hlaupið meira en nokkra tugi metra. 

 

 

Með astmakast í uppsiglingu, þó ég sé ekki með astma, geng ég til gamallar konu með hundinn sinn í göngutúr og spyr hana á bjagaðri dönsku hvort ég sé farinn að nálgast áfangastað. Hún babblar í hálfa mínútu á dönsku svo ég sóna út í smá stund en stóru skilaboðin eru "nei"..
20140828_091144.jpg

 

 

 

 

 Ég held andlitinu og held áfram að hlaupa.
Eftir einn kílómetra í viðbót næ ég öðrum strætó sem endar á áfangastað. Glaður, þrútinn og rauðursest ég niður.

 

 

 

Yfir daginn fór ég á svo marga staði 20140828_143342.jpgað ég nenni ómögulega að setja þá hérna inn. En góðu fréttirnar eru að ég fékk danska kennitölu og bankareikning í dag.

-Ármann Bernharð


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband